Hélt niðri í sér hlátrinum yfir fölskum þjóðsöngnum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 14:08 Ingrid Andress söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn. Getty Flutningur bandarísku kántrísöngkonunnar Ingrid Andress á þjóðsöng Bandaríkjanna í gær vakti vægast sagt ekki lukku. Stólpagrín hefur verið gert að fölskum flutningnum og hann jafnvel sagður vera á meðal þeirra verstu í sögunni. Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018. Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018.
Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira