Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2024 12:23 Eyþór Bragi Bragason, umsjónarmaður á Bustarfelli hér með hest og ungan knapa á baki við torfbæinn fallega. Aðsend Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend
Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira