Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 20:04 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og hluti af öspunum, sem standa enn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend
Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira