Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 11:38 Tré á Þingeyri lentu mörg hver illa í óveðrinu. Marsibil Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil
Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira