Sætustu karlarnir eru á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2024 20:04 Freyja Stefanía, sem er nýorðin 100 ára og er elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira