Lífið

Ye sagðist vera hættur í tón­list

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ye sagðist fyrr í kvöld ætla hætta í tónlistarbransanum, en tilkynningin var fjarlægð skömmu eftir að hún var birt.
Ye sagðist fyrr í kvöld ætla hætta í tónlistarbransanum, en tilkynningin var fjarlægð skömmu eftir að hún var birt. Getty

Fyrr í kvöld birti rapparinn Rich the kid skjáskot af skilaboðum sem hann hafði fengið frá Ye, áður Kanye West, þar sem hann sagðist ætla hætta hafa tónlist að atvinnu. Kvaðst hann ekki vita hvað tæki við. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Rich the kid svo um það að Ye væri meðflytjandi á plötu hans sem kemur út á föstudaginn.

Rich the kid birti skilaboðin frá Ye á Instagram fyrr í kvöld, en fjarlægði svo myndina aðeins um hálftíma síðar. Þar segir Ye, „Ég ætla að hætta í tónlistarbransanum. Veit ekki hvað skal gera.“

Myndin var svo fjarlægð og skömmu seinna tilkynnti Rich the kid um það að Ye væri meðflytjandi á einu lagi á nýju plötunni hans, sem kemur út föstudaginn næstkomandi.

Ye er afar yfirlýsingaglaður og þessi uppákoma kemur aðdáendum hans ekki endilega á óvart.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×