Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 20:13 Léleg frammistaða Bidens í kappræðum á dögunum hefur vakið spurningar um heilsu forsetans. AP/Matt Kelley Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“