Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 13:07 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti nýjum íbúum sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi. Árborg Mannfjöldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi.
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira