Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 13:07 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti nýjum íbúum sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi. Árborg Mannfjöldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi.
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira