Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júlí 2024 12:59 Aðeins um sjötíu íbúar eru skráðir til heimilis í Skorradalshreppi en oddviti telur raunverulegan fjölda íbúa vera lægri. Vísir/Jóhann K. Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira