Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júlí 2024 12:59 Aðeins um sjötíu íbúar eru skráðir til heimilis í Skorradalshreppi en oddviti telur raunverulegan fjölda íbúa vera lægri. Vísir/Jóhann K. Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira