Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 10:17 Bifreiðin keyrði beint yfir umferðareyjuna. Facebook/Skjáskot Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. „Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
„Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira