„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 20:38 Phil Foden reyndi að hughreysta Manuel Akanji eftir leik, en þeir eru liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/Michael Regan Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30