Meira um ofbeldi og hótanir og starfsfólk upplifir óöryggi í vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 22:01 Á dögunum var brotin rúða á heilsugæslunni í miðbæ. Nýlegt dómsmál hefur einnig vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar. Vísir/Elín Tilfellum þar sem heilbrigðisstarfsfólki er hótað og það jafnvel beitt ofbeldi fjölgar að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna og forstjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk heilsugæslu þar sem ráðist var á lækni á vinnutíma upplifir óöryggi í vinnunni. Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi. Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi.
Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent