Búast við blíðu á Írskum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 16:24 Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi Mynd/Sunna Gautadóttir Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum. Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir Akranes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir
Akranes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira