Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:38 Kristrún fagnaði með Starmer í Tate Modern í Lundúnum í gærkvöldi. samfylkingin Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. „Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“ Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
„Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“
Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17