Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 07:54 Neil Gaiman neitar sök. Daniel Zuchnik/Getty Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira