Handtóku fjóra eftir að kókaín var sótt á pósthús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:08 Frá starfsstöð FedEx í Selhellu. Já.is Fjórir karlmenn og ein kona sæta ákæru fyrir innflutning á tveimur kílóum af kókaíni. Sá sem talinn er lykilmaður í málinu fékk minni spámenn til að sækja fíkniefnin fyrir sig en var að endingu handtekinn eins og sendlarnir. Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira