Sauðfé fækkar og framtíðarhorfur óljósar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2024 12:00 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Vísir/Arnar Formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segir fækkun sauðfjár á milli ára vera viðvarandi þróun. Margir þættir skýri fækkunina, en framhaldið sé afar óljóst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur. Dýr Landbúnaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira