Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. júní 2024 22:36 Það var glæsileg sjón að fylgjast með 60 hestum ríða um miðbæinn í hádeginu í dag. Vísir Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið. Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið.
Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira