Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 19:19 Mannfjöldi sótti flugsýninguna á Akureyrarflugvelli í fyrra. Egill Aðalsteinsson Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30