Innlent

Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þær Helga og Steinunn snéru sér við í beinni útsendingu þegar flugsveitin birtist skyndilega.
Þær Helga og Steinunn snéru sér við í beinni útsendingu þegar flugsveitin birtist skyndilega. Egill Aðalsteinsson

Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði.

Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá flugvellinum á Melgerðismelum. Þær Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri, og Helga Kristjánsdóttir, formaður Vélflugfélags Akureyrar, lýstu dagskrá flugdagsins og flughátíðarinnar Fly In.

„Við höldum flugdag til að fagna flugi og leyfa fólki að kynnast flugi frá allskonar hliðum. Þyrlur, flugvélar, svifflugur, fis. Allt sem þú getur nefnt í rauninni, “ segir Steinunn.

Helga Kristjánsdóttir, formaður Vélflugfélags Akureyrar, og Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson

Listflugsveit, þyrla Landhelgisgæslunnar og kafbátarleitarflugvél bandaríska hersins eru meðal atriða á dagskránni, sem hefst klukkan 14. 

Í miðju viðtalinu á Stöð 2 birtust skyndilega þrjár reykspúandi flugvélar listflugsveitarinnar í lágflugi á miklum hraða eins og sjá má hér:


Tengdar fréttir

Flug­sýning einn af stærstu menningar­við­burðum borgarinnar

Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×