Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 19:19 Mannfjöldi sótti flugsýninguna á Akureyrarflugvelli í fyrra. Egill Aðalsteinsson Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30