Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:30 Timothy Weah vildi eflaust láta sig hverfa eftir að hann var rekinn út af í leik Bandaríkjanna og Panama í Suður-Ameríkukeppninni. getty/Hector Vivas Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt. Copa América Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt.
Copa América Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira