Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:30 Timothy Weah vildi eflaust láta sig hverfa eftir að hann var rekinn út af í leik Bandaríkjanna og Panama í Suður-Ameríkukeppninni. getty/Hector Vivas Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt. Copa América Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt.
Copa América Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira