Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:30 Timothy Weah vildi eflaust láta sig hverfa eftir að hann var rekinn út af í leik Bandaríkjanna og Panama í Suður-Ameríkukeppninni. getty/Hector Vivas Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt. Copa América Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt.
Copa América Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira