Sjáðu mörkin sem tryggðu Tyrki og komu Georgíu áfram á sínu fyrsta stórmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 22:07 Georges Mikautadze gulltryggði Georgíu sigur gegn Portúgal af vítapunktinum. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld. Liðin í E-riðli skildu jöfn, Georgía vann óvænt gegn Portúgal og Tyrkland fór áfram úr F-riðli eftir uppbótartímamark gegn Tékklandi. E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira