Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2024 14:46 Phil Foden í leik með enska landsliðinu Vísir/Getty Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira