Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2024 14:46 Phil Foden í leik með enska landsliðinu Vísir/Getty Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira