Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:22 Travis Kelce og Taylor Swift virðast ástfangin upp fyrir haus. Ezra Shaw/Getty Images Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. „Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“ Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“
Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira