Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 13:35 Halla tekur við embætti forseta í ágúst. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45
Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01