Julian Assange stofnandi Wikileaks er á leið heim til Ástralíu eftir að hafa gert dómsátt við yfirvöld í Bandaríkjunum. Fjórtán ár eru liðin síðan hann var frjáls maður. Í hádegisfréttum verður rætt við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem hefur unnið að máli Assange.
Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann vonast til að hægt verði að leggja fram breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.