Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 23:02 Reykjarmökkur stígur upp í Makhachkala. Kveikt var í sýnagógum og kirkjum. AP/Golos Dagestana Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum. Rússland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum.
Rússland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira