Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 20:04 Gestirnir, sem mættu í athöfnina við kirkjuna þegar nýja söguskiltið var afhjúpað og heimasíða kirkjunnar var opnuð föstudaginn 21. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira