Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 00:29 Guðni Th. Jóhannesson frestaði formlega þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira