„Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“ Smári Jökull Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. júní 2024 23:58 Steinunn Þóra Árnadóttir og Inga Sæland eru ekki alveg sammála um hvernig eigi að líta á nýjar breytingatillögur frá Flokki fólksins sem komu fram í velferðarnefnd í kvöld. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf. Stjórn og stjórnarandstaða náðu samkomulagi í gær um afgreiðslu mála áður en þingfundi verður frestað sem stefnt er á að gerist á morgun. Hluti af samkomulaginu var að stjórnarflokkarnir féllust á ákveðinn hluta af þeim breytingatillögum sem stjórnarandstöðuflokkarnir hver um sig hafði lagt fram á frumvarp um breytingar á lögum um örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Sameiginleg breytingartillaga velferðarnefndar var afgreidd frá nefndinni í morgun og samþykkt af fulltrúum allra þingmanna sem í nefndinni sitja og átti málið að fara í umræðu á þingsal á morgun. Nú hefur Flokkur fólksins hins vegar lagt fram nýtt nefndarálit með breytingatillögum við frumvarpið sem ekki samræmast áðurnefndu samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu. Guðmundur Ingi Kristinsson, nefndarmaður í velferðarnefnd lagði breytingatillöguna fram núna í kvöld en hann var einn af þeim sem skrifaði undir sameiginlegt nefndarálit velferðarnefndar í morgun. Segir hægt að líta á þetta sem rof á samkomulagi Í samtali við fréttastofu sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Vinstri Grænna, að hún viti ekki hvað Flokki fólksins gangi til með þessum nýju breytingatillögum. „Í velferðarnefnd í morgun sammæltist nefndin um það að gera hluta af breytingatillögum minnihlutans af sínum og koma öðrum til vinnslu í ráðuneytinu. Að þessu stóðu allir sem sæti eiga í velferðarnefnd, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson. Svo sá ég það núna áðan að það var búið að dreifa þessum [nýju] breytingatillögum og ég veit ekki hvað þeim gengur til með því. Ég held að það þurfi bara að spyrja þau hvað þau séu að gera með þessu. Því þau annars vegar stóðu að samkomulagi um þinglok og hins vegar að þessari meðferð málsins í velferðarnefnd.“ Steinunn Þóra segir að hægt sé að líta á þetta sem rof á samkomulagi um þinglok. „Ég held að það sé hægt að gera það vegna þess hvernig við gengum frá málinu í velferðarnefnd. Allir stóðu að þeirri afgreiðslu á málinu þar sem við komum að samkomulagi um hvaða meðferð tillögurnar ættu að fá. “ Hún segist ekki vita hvort þetta muni hafa áhrif á lok þingsstarfa sem áætluð eru á morgun. „Ég veit það ekki. Ég hef ekki hitt neitt þeirra en ég get sagt það að þetta kom mér verulega á óvart því venjulega þegar búið er að gera samkomulag um eitthvað þá stendur það. „Við látum engan stilla okkur upp við vegg“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir ekki standa til að tefja fyrir þingstörfum á morgun. Hún segir engan geta bannað þeim að koma fram með nýjar breytingatillögur þó flokkurinn hafi verið sammála þeim tillögum sem velferðarnefnd lagði sameiginlega fram í morgun. „Hann [Guðmundur Ingi] er nú búinn að vera að vinna að þessum breytingatillögum lengi þó svo að þær hafi verið lagðar fram í kvöld. Þær koma þessum breytingatillögum ekkert við,“ sagði Inga sem var auðheyranlega mjög ánægð með breytingarnar sem Velferðarnefnd samþykkti í morgun. „Þegar við gerum samkomulag við stjórnarflokkana um þinglok þá er okkur ekki meinað að halda áfram að vinna að hagsmunum þeirra sem við berjumst fyrir á þingi. Þó svo að við séum beðin um að stilla máli okkar í hóf og samþykkja þinglok með ákveðnum skilmálum. Við látum enga stilla okkur upp við vegg með sínum breytingatillögum þó við séum samþykk þeim í sameiginlegu nefndaráliti“ Inga segir af og frá að um sé að ræða rof á samkomulagi um þinglok. „Þetta er náttúrulega bara eins mikið bull og getur verið og þeir geta lesið í þetta eins mikið og þeir vilja. Ég held að Flokkur fólksins hafi alltaf haft sérstöðu þegar kemur að málefnum öryrkja. Við höldum því áfram og okkar breytingatillögur eru í takti við það sem Guðmundur Ingi hefur verið að berjast um síðustu sjö ár á þingi.“ Hún segir að ekki standi til að tefja fyrir lokum þingstarfa. „Við erum ekki að tefja fyrir. Við erum kjörin til að vinna ákveðin mál. Við vinnum að okkar hjartans málum, við lofum okkar kjósendum því og gerum það fram í rauðan dauðann.“ Alþingi Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða náðu samkomulagi í gær um afgreiðslu mála áður en þingfundi verður frestað sem stefnt er á að gerist á morgun. Hluti af samkomulaginu var að stjórnarflokkarnir féllust á ákveðinn hluta af þeim breytingatillögum sem stjórnarandstöðuflokkarnir hver um sig hafði lagt fram á frumvarp um breytingar á lögum um örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Sameiginleg breytingartillaga velferðarnefndar var afgreidd frá nefndinni í morgun og samþykkt af fulltrúum allra þingmanna sem í nefndinni sitja og átti málið að fara í umræðu á þingsal á morgun. Nú hefur Flokkur fólksins hins vegar lagt fram nýtt nefndarálit með breytingatillögum við frumvarpið sem ekki samræmast áðurnefndu samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu. Guðmundur Ingi Kristinsson, nefndarmaður í velferðarnefnd lagði breytingatillöguna fram núna í kvöld en hann var einn af þeim sem skrifaði undir sameiginlegt nefndarálit velferðarnefndar í morgun. Segir hægt að líta á þetta sem rof á samkomulagi Í samtali við fréttastofu sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Vinstri Grænna, að hún viti ekki hvað Flokki fólksins gangi til með þessum nýju breytingatillögum. „Í velferðarnefnd í morgun sammæltist nefndin um það að gera hluta af breytingatillögum minnihlutans af sínum og koma öðrum til vinnslu í ráðuneytinu. Að þessu stóðu allir sem sæti eiga í velferðarnefnd, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson. Svo sá ég það núna áðan að það var búið að dreifa þessum [nýju] breytingatillögum og ég veit ekki hvað þeim gengur til með því. Ég held að það þurfi bara að spyrja þau hvað þau séu að gera með þessu. Því þau annars vegar stóðu að samkomulagi um þinglok og hins vegar að þessari meðferð málsins í velferðarnefnd.“ Steinunn Þóra segir að hægt sé að líta á þetta sem rof á samkomulagi um þinglok. „Ég held að það sé hægt að gera það vegna þess hvernig við gengum frá málinu í velferðarnefnd. Allir stóðu að þeirri afgreiðslu á málinu þar sem við komum að samkomulagi um hvaða meðferð tillögurnar ættu að fá. “ Hún segist ekki vita hvort þetta muni hafa áhrif á lok þingsstarfa sem áætluð eru á morgun. „Ég veit það ekki. Ég hef ekki hitt neitt þeirra en ég get sagt það að þetta kom mér verulega á óvart því venjulega þegar búið er að gera samkomulag um eitthvað þá stendur það. „Við látum engan stilla okkur upp við vegg“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir ekki standa til að tefja fyrir þingstörfum á morgun. Hún segir engan geta bannað þeim að koma fram með nýjar breytingatillögur þó flokkurinn hafi verið sammála þeim tillögum sem velferðarnefnd lagði sameiginlega fram í morgun. „Hann [Guðmundur Ingi] er nú búinn að vera að vinna að þessum breytingatillögum lengi þó svo að þær hafi verið lagðar fram í kvöld. Þær koma þessum breytingatillögum ekkert við,“ sagði Inga sem var auðheyranlega mjög ánægð með breytingarnar sem Velferðarnefnd samþykkti í morgun. „Þegar við gerum samkomulag við stjórnarflokkana um þinglok þá er okkur ekki meinað að halda áfram að vinna að hagsmunum þeirra sem við berjumst fyrir á þingi. Þó svo að við séum beðin um að stilla máli okkar í hóf og samþykkja þinglok með ákveðnum skilmálum. Við látum enga stilla okkur upp við vegg með sínum breytingatillögum þó við séum samþykk þeim í sameiginlegu nefndaráliti“ Inga segir af og frá að um sé að ræða rof á samkomulagi um þinglok. „Þetta er náttúrulega bara eins mikið bull og getur verið og þeir geta lesið í þetta eins mikið og þeir vilja. Ég held að Flokkur fólksins hafi alltaf haft sérstöðu þegar kemur að málefnum öryrkja. Við höldum því áfram og okkar breytingatillögur eru í takti við það sem Guðmundur Ingi hefur verið að berjast um síðustu sjö ár á þingi.“ Hún segir að ekki standi til að tefja fyrir lokum þingstarfa. „Við erum ekki að tefja fyrir. Við erum kjörin til að vinna ákveðin mál. Við vinnum að okkar hjartans málum, við lofum okkar kjósendum því og gerum það fram í rauðan dauðann.“
Alþingi Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira