Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 16:05 Forsvarsmenn ISAVIA hvetja fólk til að huga að samgönguleiðum á flugvöllinn í sumar, og bóki stæði tímanlega ef við á. ISAVIA Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira