Varar við auknu ofbeldi í leigubifreiðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júní 2024 19:34 Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra segir fjölda nýliða í faginu hafa skaðleg áhrif á starfsstéttina. Vísir/Vilhelm Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast. Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“ Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“
Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51
Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent