Varar við auknu ofbeldi í leigubifreiðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júní 2024 19:34 Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra segir fjölda nýliða í faginu hafa skaðleg áhrif á starfsstéttina. Vísir/Vilhelm Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast. Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“ Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“
Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51
Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48