Öryggisbúnaður ekki til staðar í tugum leigubíla Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 17:37 Vilji leigubílstjórar komast hjá því að fá kæru segir Unnar Már aðalvarðstjóri gott fyrir þá að yfirfara ökutækin og tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé til staðar. Vísir/Vilhelm Öryggisbúnað skorti í leigubíla hjá tugum leigubílstjóra sem lögreglan hafði eftirlit með um helgina. Einhverjir þeirra leigubílstjóra sem lögreglan talaði við óku án leyfis og einn leigubílstjóri ók á ökutæki sem ekki var skráð sem leigubíll. Fram kom í frétt fyrr í dag að alls eigi 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. „Þetta snýr að búnaði sem leigubílstjórum er skylt að vera með í bílunum sínum,“ segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri á lögreglustöð eitt við Hverfisgötu. „Þetta eru slökkvitæki og sjúkrakassar sem þeim er skylt að vera með,“ segir Unnar og að ökumennirnir sem ekki hafi verið með slík tæki í bílunum hafi verið sendir í skoðun með ökutækin. Unnar segir að leigubílstjórarnir hafi verið skráðir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum en einnig voru í hópnum einkaaðilar. „Þetta háa hlutfall kom mjög á óvart,“ segir Unnar Már. Ökumönnum ber að tryggja viðeigandi öryggisbúnað Hann segir að kærurnar endi ýmist á leigubílstjórunum sjálfum eða á eigendum ökutækjanna sem þeir óku. „Af því að okkur ber sem ökumönnum, hver sem við erum, ef við fáum lánaðan bíl hjá einhverjum öðrum þurfum við samt að tryggja að hann sé í lagi sem ökumenn, þótt við eigum hann ekki. Þannig það gæti endað þannig,“ segir Unnar Már. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag að hún hafi notið aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för. Halda áfram eftirliti í vikunni Unnar Már segir að Skatturinn hafi verið að skoða hvernig menn væru að fá greidd laun, staðgreiðslu og ýmislegt á meðan Samgöngustofa hefur eftirlit með lögum um leigubíla og hafi því verið að fylgja því eftir. „Lögin sem tóku gildi fyrir áramót eru með endurskoðunarákvæði þannig þeir eru að skoða hvað gæti verið að misfarast þannig það sé hægt að laga lögin,“ segir Unnar Már. Lögreglan heldur eftirliti sínu áfram í vikunni. „Við ætlum að halda áfram. Í vikunni og svo öðru hvoru óreglulega. Það er ekkert ákveðið hvenær en það verður til að ákveða hvort menn séu búnir að laga hlutina.“ Unnar Már segir að ef leigubílstjórar vilji komast hjá því að fá kæru sé gott fyrir þá að tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé í bílnum. „Þá er ekkert að óttast. Þeir eiga alveg að kunna þetta allir. Menn þurfa að passa betur upp á sína hluti.“ Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fram kom í frétt fyrr í dag að alls eigi 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. „Þetta snýr að búnaði sem leigubílstjórum er skylt að vera með í bílunum sínum,“ segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri á lögreglustöð eitt við Hverfisgötu. „Þetta eru slökkvitæki og sjúkrakassar sem þeim er skylt að vera með,“ segir Unnar og að ökumennirnir sem ekki hafi verið með slík tæki í bílunum hafi verið sendir í skoðun með ökutækin. Unnar segir að leigubílstjórarnir hafi verið skráðir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum en einnig voru í hópnum einkaaðilar. „Þetta háa hlutfall kom mjög á óvart,“ segir Unnar Már. Ökumönnum ber að tryggja viðeigandi öryggisbúnað Hann segir að kærurnar endi ýmist á leigubílstjórunum sjálfum eða á eigendum ökutækjanna sem þeir óku. „Af því að okkur ber sem ökumönnum, hver sem við erum, ef við fáum lánaðan bíl hjá einhverjum öðrum þurfum við samt að tryggja að hann sé í lagi sem ökumenn, þótt við eigum hann ekki. Þannig það gæti endað þannig,“ segir Unnar Már. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag að hún hafi notið aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för. Halda áfram eftirliti í vikunni Unnar Már segir að Skatturinn hafi verið að skoða hvernig menn væru að fá greidd laun, staðgreiðslu og ýmislegt á meðan Samgöngustofa hefur eftirlit með lögum um leigubíla og hafi því verið að fylgja því eftir. „Lögin sem tóku gildi fyrir áramót eru með endurskoðunarákvæði þannig þeir eru að skoða hvað gæti verið að misfarast þannig það sé hægt að laga lögin,“ segir Unnar Már. Lögreglan heldur eftirliti sínu áfram í vikunni. „Við ætlum að halda áfram. Í vikunni og svo öðru hvoru óreglulega. Það er ekkert ákveðið hvenær en það verður til að ákveða hvort menn séu búnir að laga hlutina.“ Unnar Már segir að ef leigubílstjórar vilji komast hjá því að fá kæru sé gott fyrir þá að tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé í bílnum. „Þá er ekkert að óttast. Þeir eiga alveg að kunna þetta allir. Menn þurfa að passa betur upp á sína hluti.“
Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46
Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01
Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11
Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04