Varar við auknu ofbeldi í leigubifreiðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júní 2024 19:34 Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra segir fjölda nýliða í faginu hafa skaðleg áhrif á starfsstéttina. Vísir/Vilhelm Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast. Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“ Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“
Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51
Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48