Leitaði ítrekað til læknis án þess að blóðtapparnir fyndust Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júní 2024 15:36 Konan fór í nokkur skipti á bráðamóttökuna. Vísir/Vilhelm Kona sem leitaði endurtekið eftir læknisþjónustu áður en hún var loks greind með blóðtappa fékk viðeigandi þjónustu hjá Landspítalanum. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan höfðaði mál og vildi meina að meðferðin hefði verið ófullnægjandi og að ríkið bæri skaðabótaábyrgð. Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu. Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira