Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 18:36 Einar Sveinn segirhraunkælinguna ekki tæknilega flóka en mikið umfang að setja hana upp. Vísir/Vilhelm Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. „Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10
Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40