Innlent

Hryðju­verka­sam­tökin Norður­vígi og raun­veru­leg skoðun túr­ista

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi, sem eru meðal annars starfrækt hér á landi, sem hryðjuverkasamtök. Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin geti falið í sér ógn við samfélagið.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra var dreift á Alþingi í dag. Við heyrum í flutningsmanni hennar í beinni útsendingu en þingmenn stjórnarandstöðunnar fylkja sér nú um tillöguna.

Þá tökum við hús á ferðamönnum á Íslandi. Sífellt færri virðast fletta upp Íslandi sem mögulegum áfangastað og landið er sagt dottið úr tísku. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður spyr túrista hvað þeim finnst.

Við ræðum einnig við lögmann um afar umdeilda gjaldtöku á bílastæðum við flugvelli, kíkjum á tjónið í eftir eldsvoðann í Kringlunni auk þess sem Kristján Már Unnarsson mætir í settið og fer yfir nýja virkjanakosti.

Að lokum smökkum við ætan arfa í beinni útsendingu, í Sportpakkanum verður farið yfir stöðuna á EM og í Íslandi í dag fær Sindri Sindrason ýmis ráð um garðyrkju fyrir sumarið.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 18. júní 2024Fleiri fréttir

Sjá meira


×