„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 21:38 Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Vísir/Bjarni Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira