Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 17:42 Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun halda áfram sem oddviti Garðarbæjarlistans. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“ Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“
Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira