Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 13:05 Finnbjörn segir verkalýðshreyfinguna þurfa að beita öðrum aðferðum en að semja fyrirfram við stjórnvöld þegar þau standi ekki við orð sín. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. „Ég trúi því nú ekki fyrr en ég tek á því að ríkisstjórnin ætli að fara að heykjast á þessu máli. Þetta er í þriðja skipti sem er búið að lofa því að þetta fari í gegn. Þetta skiptir leigjendur töluvert miklu máli og sérstaklega á meðan húsnæðismálin eru í svolítilli pattstöðu,“ segir Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. Þingmaður Framsóknar, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, segir velferðarnefnd með frumvarpið til skoðunar og sérstaklega þá umsagnir frá hagaðilum sem séu á öndverðu meiði. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. „Þá skiptir okkur verulega miklu máli að þetta fari í gegnum þingið núna.“ Ólík sjónarmið hafa komið fram í umsögnum. ASÍ segir frumvarpið gera leigumarkaðinn heilbrigðari á meðan Samtök verslunar og þjónustu segja það ekki taka á grundvallarvanda markaðarins, framboðsskorti. Þá telja samtökin að breytingarnar auki áhættu leigusala og að framboð gæti minnkað enn frekar. „Þetta eru allt saman rök sem hafa komið fram áður. Leigusalar telja að það sé nánast verið að taka eignirnar úr þeirra höndum en við lítum svo á að það eina sem gerist í þessu er að öll leiga komist upp á yfirborðið með skráningarskyldu. Svo eigi að færa rök fyrir því af hverju eigi að hækka leigu, eða ef það á að gera það.“ Hann segir ekki til of mikils mælst að leigusalar geri það. „Þetta er töluverð réttarbót fyrir leigjendur og við teljum þetta mjög mikilvægt mál fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan húsnæðismarkaðurinn er meira og minna í frosti þá er ekkert að batna eða bætast inn eignir. Þess vegna teljum við að það þurfi að styrkja stöðu leigjenda eins og staðan er núna.“ Hluti af kjarasamningum Finnbjörn segir að ef málið fari ekki í gegn fyrir þinglok hafi það ekki nein markverð áhrif á nýgerða kjarasamninga. „Það hefur náttúrulega bara áhrif á það sem eftir kemur. Að við erum orðin brennd á því að vera að semja fyrirfram við ríkisstjórnir og að við þurfum að hugsa hvernig við notum kjarasamninga í áframhaldinu. Við þurfum bara að ganga frá svona hlutum fyrirfram. Ef það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum til að standa við það sem þau lofa við gerð kjarasamninga verðum við að nota aðrar aðferðir.“ Gerð hefur verið tilraun til að bæta réttarstöðu leigjenda í samkomulagi við stjórnvöld þrisvar við gerð kjarasamninga. Árin 2019, 2022 og 2023. Finnbjörn segir frumvarpið hafa tekið breytingum á þessum tíma miðað við umsagnir og búið að takast á um málið um nokkra hríð. „Það er vitað um afstöðu allra sem að þessu snúa. Við vildum ganga miklu lengra heldur en gert er í frumvarpinu en við lítum á þetta sem ákveðinn áfanga að því að koma að heilbrigðum húsaleigumarkaði hérna. En það kemst ekkert á eðlilegur húsaleigumarkaður fyrr en framboðið er orðið nægjanlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að ASÍ birti áskorun til stjórnvalda um afgreiðslu frumvarpsins. Uppfært klukkan 15.00 þann 14.6.2024. Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Píratar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Ég trúi því nú ekki fyrr en ég tek á því að ríkisstjórnin ætli að fara að heykjast á þessu máli. Þetta er í þriðja skipti sem er búið að lofa því að þetta fari í gegn. Þetta skiptir leigjendur töluvert miklu máli og sérstaklega á meðan húsnæðismálin eru í svolítilli pattstöðu,“ segir Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. Þingmaður Framsóknar, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, segir velferðarnefnd með frumvarpið til skoðunar og sérstaklega þá umsagnir frá hagaðilum sem séu á öndverðu meiði. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. „Þá skiptir okkur verulega miklu máli að þetta fari í gegnum þingið núna.“ Ólík sjónarmið hafa komið fram í umsögnum. ASÍ segir frumvarpið gera leigumarkaðinn heilbrigðari á meðan Samtök verslunar og þjónustu segja það ekki taka á grundvallarvanda markaðarins, framboðsskorti. Þá telja samtökin að breytingarnar auki áhættu leigusala og að framboð gæti minnkað enn frekar. „Þetta eru allt saman rök sem hafa komið fram áður. Leigusalar telja að það sé nánast verið að taka eignirnar úr þeirra höndum en við lítum svo á að það eina sem gerist í þessu er að öll leiga komist upp á yfirborðið með skráningarskyldu. Svo eigi að færa rök fyrir því af hverju eigi að hækka leigu, eða ef það á að gera það.“ Hann segir ekki til of mikils mælst að leigusalar geri það. „Þetta er töluverð réttarbót fyrir leigjendur og við teljum þetta mjög mikilvægt mál fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan húsnæðismarkaðurinn er meira og minna í frosti þá er ekkert að batna eða bætast inn eignir. Þess vegna teljum við að það þurfi að styrkja stöðu leigjenda eins og staðan er núna.“ Hluti af kjarasamningum Finnbjörn segir að ef málið fari ekki í gegn fyrir þinglok hafi það ekki nein markverð áhrif á nýgerða kjarasamninga. „Það hefur náttúrulega bara áhrif á það sem eftir kemur. Að við erum orðin brennd á því að vera að semja fyrirfram við ríkisstjórnir og að við þurfum að hugsa hvernig við notum kjarasamninga í áframhaldinu. Við þurfum bara að ganga frá svona hlutum fyrirfram. Ef það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum til að standa við það sem þau lofa við gerð kjarasamninga verðum við að nota aðrar aðferðir.“ Gerð hefur verið tilraun til að bæta réttarstöðu leigjenda í samkomulagi við stjórnvöld þrisvar við gerð kjarasamninga. Árin 2019, 2022 og 2023. Finnbjörn segir frumvarpið hafa tekið breytingum á þessum tíma miðað við umsagnir og búið að takast á um málið um nokkra hríð. „Það er vitað um afstöðu allra sem að þessu snúa. Við vildum ganga miklu lengra heldur en gert er í frumvarpinu en við lítum á þetta sem ákveðinn áfanga að því að koma að heilbrigðum húsaleigumarkaði hérna. En það kemst ekkert á eðlilegur húsaleigumarkaður fyrr en framboðið er orðið nægjanlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að ASÍ birti áskorun til stjórnvalda um afgreiðslu frumvarpsins. Uppfært klukkan 15.00 þann 14.6.2024.
Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Píratar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55