Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 16:54 Ólafur Stephensen segir aðgerðir matvæla- og dómsmálaráðherra ekki eiga heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. Vísir/vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira