Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:36 Áætlaður kostnaður vegna opnunar sendiráðs í Madríd nemur 177 milljónum króna á næsta ári en 132 milljónum árin 2026 til 2029. EPA Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu. Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu.
Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50