Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 09:06 Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. „Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“ Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“
Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira