Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 09:48 Hraun úr eldgosinu sem hófst 29. maí hefur runnið að varnargörðunum sem umlykja Grindavík og yfir vegi. Vísir/Vilhelm „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira