Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 09:48 Hraun úr eldgosinu sem hófst 29. maí hefur runnið að varnargörðunum sem umlykja Grindavík og yfir vegi. Vísir/Vilhelm „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira