Tungumálastuðningur lykillinn að bættri stöðu drengja í skólakerfinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 16:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir verkefninu. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttari áskoranir, stuðningur sem mætir kröfum drengja, skýr tilgangur og tungumálastuðningur eru lykilatriði að bættri stöðu drengja í skólakerfinu samkvæmt skýrslu á vegum tveggja ráðuneyta sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins. Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira