Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 11:50 Þorbjörg Sigríður sakar utanríkisráðherra og ríkisstjórn um hræsni. vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira